sunnudagur, október 16, 2005

Kamp Knox Kamp Knox

Eitthvað til að missa vatnið yfir

Jæja Nú er allt að gerast!!
Diskurinn margumtalaði með supergrúbbunni Kamp Knox kemur til landsins í næstu viku og verður vonandi fáanlegur í öllum miklu betri verslunum í þar næstu viku svo verið á tánum.
Ég kem svo á klakann 28 Október og spila alla helgina til að kynna diskinn..
Annars er það af mér að frétta að ég tók upp á því að verða eldri á fimmtudaginn og eru árin þá orðin 26 sem ég hef andað að mér mishreinu lofti á þessari kúlu
Hnífabandalagið the Union of Knives er hljómsveit sem ég fór að sjá um daginn hér í Skotlandi.. Þetta er nokkuð mögnuð grúbba sem ég get mælt með, hún spilar á airwaves.. kæmi mér ekki á óvart ef þeir verða næstu hittarar í heiminum.. hitti söngvarann í partíi hér og hann bauð okkur á tónleikanna.. nokkuð gott,, svo mæli ég með að allir sem fara á airwaves á annað borð fari að sjá Ampop.. ég er búinn að heyra nýja efnið þeirra og það er nokkuð magnað kaffi.
Í SAE er allt komið á fullt og er maður núna að vinna verkefni á nær hverjum degi og er það vel.. þetta er bara það skemmtilegasta sem ég get hugsað mér.. held að ég sé á réttri hillu hér.
Svo erum við í Kamp Knox búin að setja lög á rokk.is þannig að þið getið fengið forsmekkinn af því sem koma skal þar..
anyways nenni ekki að skrifa meira núna.. enn ég reyni að vera duglegri að blogga í þessari viku
yfir og út

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gott að heyra að allt gengur vel. Hlakka mikið til að fá þig í hreiðrið (;-)))

8:52 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

maximilius